Viðtöl við notendur
Viðtöl voru tekin við fimm notendur vefs Listasafns Reykjavíkur. Áslaug Guðrúnardóttir umsjónarmaður vefsins útvegaði notendur. Hver nemandi tók viðtal við einn notanda.
Allir notendur fengu eftirfarandi spurningar:
- Hversu mikið/oft notar þú vefinn?
- Til hvers notar þú vefinn?
- Hvernig skoðar þú vefinn? (Í tölvu? Síma?)
- Finnst þér auðvelt að finna það sem þú leitar að?
- Hvað finnst þér vel gert á vefnum?
- Hvað mætti bæta á vefnum?
- Hefur þú skoðað aðra sambærilega vefi til samanburðar og ef svo er, hvaða mun sérðu helst á þeim vefum og vef Listasafns Reykjavíkur?
- Eitthvað að lokum?
Samantekt:
Tekin var saman samantekt á öllum svörum sem er að finna hér.