Efnisyfirlit
Netkönnun á viðhorfi notenda Listasafns Reykjavíkur var framkvæmd 16.-23. mars.
Óskað var eftir svörum við spurningum og viðhorfi notenda í 11 liðum. 42 svöruðu könnuninni, sem send var á póstlista og Facebook hóp Listasafns Reykjavíkur. Notast var við Microsoft Forms við gerð könnunarinnar.
1. Spurt var hversu oft notandi færi inn á vef Listasafns Reykjavíkur.
Flestir, eða 38%, svöruðu að þeir færu 2-5 sinnum í mánuði á vefinn og 30% sögðust fara sjaldnar en 1 sinni í mánuði á vefinn. 16% sögðust fara 5-10 sinnum í mánuði á vefinn, 13% 0-1 sinni í mánuði og 3% oftar en 10 sinnum í mánuði.
2. Spurt var hvernig fólk skoðaði vef Listasafns Reykjavíkur helst.
Meirihluti, eða 57%, skoða vefinn helst með tölvu, 27% með síma og 16% með spjaldtölvu.
3. Spurt var í hvaða tilgangi fólk notaði vef Listasafns Reykjavíkur.
73% nota vefinn til persónulegra nota, 24% í vinnutengdum tilgangi og 3% vegna náms.
4. Spurt var hvernig notendum gengi að nota vef Listasafns Reykjavíkur.
Á skalanum 0 (mjög illa) til 10 (mjög vel) gáfu flestir, eða 29% einkunnina 8, 20% gáfu einkunnina 7, 17% gáfu einkunnina 10 og 11% gáfu einkunnina 9. Lægsta einkunn var 3.
5. Spurt var um aldur notenda.
54% var á aldrinum 40-59 ára, 24% á aldrinum 60-79 ára og 22% á aldrinum 20-49 ára
6. Spurt var um kyn notenda.
76% sagðist vera kona, 21% karl og 3% annað
7. Spurt var um kosti vefsins.
Svarendur máttu merkja við eftirfarandi fullyrðingar, fleiri en eina ef við átti (einkunn innan sviga):
- Vel hannaður vefur (24%)
- Auðvelt að finna það sem ég leita að (54%)
- Mikið af upplýsingum um listamenn og eldri viðburði (43%)
- Hraðvirkur vefur (14%)
- Nútímalegur vefur (27%)
8. Spurt var um galla vefsins.
Svarendur máttu merkja við eftirfarandi fullyrðingar, fleiri en eina ef við átti (einkunn innan sviga):
- Illa hannaður vefur (11%)
- Erfitt að finna það sem ég leita að (22%)
- Upplýsingum um listamenn og eldri viðburði ábótavant (22%)
- Hægvirkur vefur (14%)
- Gamaldags vefur (14%)
9. Notendur voru beðnir um að lýsa vef Listasafns Reykjavíkur í stuttu máli.
Svarhlutfall var 44%
Svör notenda:
- Miklar upplýsingar sem geta stundum verið yfirþyrmandi. Oft djúpt á eldra efni um listamenn / sýningar / safneign og ekki gott að átta sig á hvar á að leita
- It’s missing a good version in English and other languages
- Ekki nógu fljótlegt að finna það sem leitað er að
- Stundum erfitt að finna viðburðadagskrána
- Texti og myndir í samkeppni, hvorugt nær fókus. Fljúgandi lógó vægast sagt pirrandi
- Þægilegur og upplýsandi
- Forsíðan óþarflega flókin
- Flottur og skýr
- Sæmilegur og ömurlegt að listaverk Listasafns Reykjavíkur séu ekki á Sarpinum
- Ágætis vefur. Mætti minnka myndirnar sem birtast á forsíðu og auka upplýsingar um listamenn. Allt annað mjög gott
- Mjög aðgengilegur
- Ágætis vefur. Það er margt þarna sem þarf að koma fram og nýtast fólki, sem er stundum erfitt að halda utan um, en flest allt virkar. (Það mætti vera hægt að velja í spurningu 3 að maður noti vefin bæði í starfi og í einkalífinu)
- Mér finnst hann ágætur. Nota hann bæði til vinnu og persónulega. Persónulega til að skoða hvað er í gangi nokkrum sinnum á ári eða fer inn eftir að hafa fengið fréttabréf um viðburði. Vegna vinnu fer ég í eldra efni. Get ekki fundið neina beina ókosti nema kannski að hann gæti virst ruglingslegur fyrir þá sem þekkja hann ekki
- Vel gerður
- Frábær vefur. Skemmtilegt að geta farið á Google maps og skoðað og lesið um útilistaverkin
- Mikið af efni og upplýsingum
10. Spurt var hvort notendur teldu aðkallandi að útbúinn yrði nýr vefur fyrir Listasafn Reykjavíkur
0 var ,,ekki“ og 10 var ,,mjög“
Meðaltal einkunna var 5,2
11. Spurt var hversu líklegt notendur teldu að þeir nýti vef Listasafns Reykjavíkur til þess að fá upplýsingar um eftirfarandi (gefa átti öllum möguleikum einkunn):
Spurt var um sýningar, dagskrá, verslun eða kaffihús, opnunartíma og aðgengi, heimildasafn, safneign og fróðleik, myndbönd og miðlun
Flestir merktu við stundum, oft eða alltaf varðandi ,,sýningar“, ,,dagskrá“ og ,,opnunartíma og aðgengi“
Flestir merktu við stundum, sjaldan eða aldrei varðandi ,,verslun eða kaffihús“, ,,heimildasafn“ og ,,safneign“







