Samanburðargreining

Gerð var samanburðargreining á fimm öðrum vefum.

Samanburðargreining á sambærilegum vefsetrum.

Gerð var samanburðargreining á fimm öðrum vefum.

1) Listasafn.is

2) Nationalgallery.org.uk

3) moma.org

4) smk.dk

5) icelandicartcenter.is

Eftirfarandi atriði voru skoðuð:

Lógó – Valmynd – Leit – Forsíða – Efni – Markhópur – Útlit – Vefur skalanlegur – Skipulag – Virkni

Valmynd

listasafnreykjavikur.is

Tíu valmyndir eru á forsíðunni auk leitarvals og hnappa til þess að velja á milli ensku og íslensku. Valmyndir á forsíðu haldast ekki inni þegar farið er í ,,Verslun”. Þar er ekki hægt að velja þríhyrning og komast aftur á forsíðu. Til þess þarf að velja ,,Listasafn Reykjavíkur” neðst á síðunni.

listasafn.is

Sex yfirsíður í valmynd auk leitarhnapps og val um tungumál (enska/japanska/kínverska). Ef farið er með músarbendilinn yfir valmynd sjást undirflokkar án þess að þurfa að smella og fara á aðra síðu. Þannig er mun auðveldara að átta sig á uppbyggingu síðunnar og innihaldi af forsíðu.

nationalgallery.org.uk

Valmyndir eru undir tákni á forsíðu, þar sem alltaf er hægt að nálgast þær. Valmyndir og tengingar á undirsíður eru einfaldar og vel skipulagðar.

moma.org

Fjórar yfirsíður eru í valmynd á forsíðu. Einnig einnig má finna leitarhnapp til þess að kaupa miða og hnapp til þess að gerast meðlimur

smk.dk

Valmynd er hamborgari lengst til hægri sem þarf að smella á til að fá upp valmynd ásamt opnunartímum og aðgangseyri. Til hægri er einnig opnunartími dagsins (sem hægt er að smella á til frekari upplýsinga), val um tungumál og leit sem opnast í sérstökum leitarglugga.

icelandicartcenter.is

Sjö yfirsíður eru í valmynd á forsíðu. Hægt er að velja á milli íslensku og ensku á síðunni.

Leit

listasafnreykjavikur.is

Hægt er að leita með því að smella á leitartákn efst í hægra horni. Ekki er boðið upp á skilyrta leit. Uppsetning á niðurstöðum (texti og mynd) er ólík eftir flokkum sem kemur ruglingslega út. Mætti samræma betur allar niðurstöður leitarflokka. Myndir fá of mikið pláss á kostnað texta.

listasafn.is

Leit í boði með því að smella á leitartákn efst í hægra horni. Niðurstöður eru settar fram á einfaldan og töluliðaðan máta. Engar myndir fylgja leitarniðurstöðum. Aðeins fyrirsögn og stuttur texti. Fljótlegt að skanna niðurstöður.

nationalgallery.org.uk

Leitarhnappur er efst til hægri á heimasíðunni og er alltaf til staðar. Boðið er upp á skilyrta leit, ,,Entire website”, ,,Paintings”, Artists” og Events”.

moma.org

Leitarhnappur er hliðina á yfirsíðum.

smk.dk

Leitarhnappur er efst til hægri.

icelandicartcenter.is

Það er engin leitarhnappur sjáanlegur á síðunni.

Forsíða

listasafnreykjavikur.is

Forsíðan er á hvítum grunni. Efst á forsíðunni eru valmyndir í einni línu og þar fyrir neðan er stór mynd sem þekur stærstan flöt skjásins þegar vefurinn er skoðaður í tölvu. Fyrir neðan myndina er að finna fréttir, yfirstandandi sýningar og dagsetta viðburði á mismunandi stöðum safnsins. Tenglar eru á Hafnarhúsið, Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn. Skrolla þarf niður til að sjá meira efni. Þar er að finna gjaldskrá og bókanir fyrir skólaheimsóknir og einnig má sjá staðsetningu safnsins á korti neðst á síðunni.

listasafn.is

Fyrir neðan valmynd er nokkuð stór rúllandi banner (sem þó tekur ekki allt plássið á sjánum) með ýmsum fréttum og sýningum. Þar fyrir neðan eru tenglar með myndum þar sem helstu upplýsingar um safnið koma fram. Opnunartímar, viðburðir, skólahópar o.s.frv. Í fljótu bragði virðist vera hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um safnið á forsíðu án þess að þurfa að leita í leiðarkerfi.

nationalgallery.org.uk

Forsíða innifelur grátt svæði efst og neðst. Þess á milli er stærstur flötur þakinn myndum en upplýsingahlutinn er á hvítum grunni. Efsta mynd þekur allan flöt skjásins, fyrir utan grátt svæði efst, þar sem finna má valmyndir, lógó, leit og innskráningu. Notendur eru boðnir velkomnir á vef safnsins á upplýsingaborða, þar sem einnig má finna heimilsfang safnsins ásamt því að notendum er boðið að skrá sig sem meðlimir safnsins. Sé skrunað niður sjást stórar valmyndir með frekari upplýsingum og valmöguleikum, eins og nýjustu viðburði, mynd mánaðarins, verslun og ,,ferð um safnið”, þar sem hægt er að ferðast um gólf safnsins og virða listaverk á veggjum fyrir sér, ásamt því að sjá þar upplýsingatexta um verkin.

moma.org

Á forsíðu má strax sjá valmynd. Fyrir neðan má svo finna upplýsingar um miðakaup. Einnig má finna upplýsingar um væntanlegar sýningar, námskeið sem í boði eru á safninu. Þá má nálgast veftímarit þeirra og opnunartíma.

smk.dk

Á forsíðu er stór “hero banner” mynd sem næst yfir alla síðuna. Í valmynd er opnunartími dagsins, tungumál, leit ásamt hamborgaranum lengst til hægri. Fyrir neðan skiptist síðan í stórar einingar með myndum og hnapp til að smella á til að sjá frekari upplýsingar. Neðst eru helstu upplýsingar, samfélagsmiðlar og aðrir tenglar fyrir frekari upplýsingar um safnið.

icelandicartcenter.is

Á forsíðunni er valmynd og upplýsingar um yfirstandandu sýningar. Nokkrar myndir eru einnig á forsíðunni.

Efni

listasafnreykjavikur.is

Upplýsingar um safnið, viðburðir, fréttir, myndir og þjónustu taka mest pláss. Finna má athyglisvert efni eins og sýningarskrár, umfjöllun um sýningar á Youtube rás safnsins og tengla á umfjöllun fjölmiðla. Gestur þarf alltaf að fara inn á yfirsíður til þess að finna efni á undirsíðum.

listasafn.is

Sambærilegt og á vef Listasafns Reykjavíkur. Undirrituðum fanst þó fljótlegra að átta sig á listasafn.is þar sem nánast allar upplýsingar voru að finna á forsíðu.

nationalgallery.org.uk

Efni safnsins er fjölbreytt, vel skipulagt, aðgengilegt og skýrt.

moma.org

Á vef Moma færðu undir síður í “pop-down” svo gesturinn þarf aldrei að fara inn á nýja síður til þess að fara á undirsíður. Einnig eru heiti yfirflokka meira lýsandi en á vef Listasafns Reykjavíkur.

smk.dk

Textar eru hafðir í styttri lagi og frekari upplýsingar eru sérmerktar og jafnvel í ramma til að auðveldara er að skanna upplýsingarnar.

icelandicartcenter.is

Þar ber helst að nefna fréttir af viðburðum, viðtöl, dagatall og annað fréttatengt efni. Neðst á síðunni geturðu skráð þig á póstlista. að lokum svo er info um starfsfólk, styrki, verkefni og Feneyjartvíæringinn.

Markhópur

listasafnreykjavikur.is

Fyrir þá sem hafa áhuga á listum á öllum aldri, almenning, skóla og ferðamenn. Samkvæmt netkönnun, sem hópur okkar framkvæmdi, er markhópurinn helst konur (76%) á aldrinum 20-79 ára, þar sem flestir voru á aldrinum 40-59 ára (54%).

listasafn.is

Sambærilegir markhópar og hjá Listasafni Reykjavíkur.

nationalgallery.org.uk

Ætla má að listasafnið hafi sem markmið að höfða til flestra, óháð kyni og aldri. Vefurinn er nútímalegur og einfaldur í notkun. T.d. er hægt að kaupa eftirprentun á málverkum fyrir 20 pund, sem ætti að vera á flestra færi.

moma.org

Sambærilegur markhópur og á hjá Listasafni Reykjavíkur. Þó er lögð áhersla á nútíma myndlist.

smk.dk

Aðalmarkhópurinn eru nemendur, kennarar og þeir sem eru í leit að list sem er nothæft, skemmtilegt og við hæfi dagsins í dag. Markhópurinn er einnig framtíðarnotendur, þeir sem að munu í framtíðinni nota efnið sem sett er á vefinn.

icelandicartcenter.is

Fyrir listáhugafólk á þó kannski meira fyrir þá í eldri kantinum og útlendinga.

Útlit

listasafnreykjavikur.is

Útlitið gamaldags en ágætlega smekklegt og stílhreint. Vefurinn fylgir ekki nógu vel venjum (vantar t.d. lógó efst uppi sem leiðir notanda heim). Ósamræmi í notkun leturs og leiðarkerfi ruglingslegt. Einfaldleikinn er nokkuð á kostnað skipulags og vefurinn virðist ekki höfða til yngri kynslóða. Vefurinn brýtur hefðina með því að vera ekki með lógó sitt á forsíðu. Leitarhnappur er ekki áberandi. Hvað varðar hönnun í snjallsíma þá fylgir ,,menu barinn” ekki síðunni þegar hún er skrunuð niður.

listasafn.is

Stílhreinni og nútímalegri en vefur Listasafns Reykjavíkur.

nationalgallery.org.uk

Vefur The National Gallery er einfaldur, stílhreinn og nútímalegur. Gott samræmi er í hönnun og útliti á vefnum almennt.

moma.org

Vefurinn er lifandi, nútímalegur og vekur forvitni. Í grunnin er vefurinn byggður á hvítum og svörtum lit. En notaðir eru litir til að leggja áherslu á fréttir. Vefurinn er líka mjög notendavænn. Vefurinn kemur mjög vel út í síma. Þar er ekki notast við “menu bar” heldur eru yfirflokkar efst á síðu.

smk.dk

Hönnunin er hefðbundin en á sama tíma nútímalegur. Vefurinn er myndrænn og þau leggja áherslu á myndrænt efni sem þau nota sem bakgrunn og gefur vefnum skemmtilega sérstöðu. Í grunninn er vefurinn ljósbrúnn og dökkgrár. Aðrir litir sem eru notaðir eru hafðir í stíl við listaverkin eða myndirnar og eru einnig náttúrulegir litir.

icelandicartcenter.is

Vefurinn er gamaldags og lítt spennandi og frekar frumstæður miðaða við nútímavefi hjá öðrum sambærilegumsöfnum.

Skipulag

listasafnreykjavikur.is

Veftré er svolítið óskýrt og ekki allar upplýsingar að finna á forsíðu. Það þarf að fara smá krókaleiðir og því er vefurinn kannski aðeins of flókinn fyrir hinn almenna notenda. Sæmræmið mætti vera betra. Mikið efni í boði.

listasafn.is

Veftré frekar skýrt og helstu upplýsingar að finna í fljótu bragði á forsíðu.

nationalgallery.org.uk

Vefurinn er vel skipulagður og vel hannaður.

moma.org

Skipulag mjög gott.

smk.dk

Skipulag mjög gott.

icelandicartcenter.is

Veftré er frekar einfalt en á móti auðvelt í notkun en það er lítið í boði.

Virkni (mæld 8. apríl 2021)

listasafnreykjavikur.is

Vefur mældur með PageSpeed Insights.

Niðurstöður (100 best):

  • Mobile = 45
  • Desktop = 88

listasafn.is

Vefur mældur með PageSpeed Insights.

Niðurstöður (100 best):

  • Mobile = 74
  • Desktop = 96

nationalgallery.org.uk

Vefur mældur með PageSpeed Insights.

Niðurstöður (100 best):

  • Mobile = 62
  • Desktop = 90

moma.org

Vefur mældur með PageSpeed Insights.

Niðurstöður (100 best):

  • Mobile = 20
  • Desktop = 66

smk.dk

Vefur mældur með PageSpeed Insights.

Niðurstöður (100 best):

  • Mobile = 56
  • Desktop = 92

icelandicartcenter.is

Vefur mældur með PageSpeed Insights.

Niðurstöður (100 best):

  • Mobile = 34
  • Desktop = 77
[happyforms id="458" /]