Sérfræðimat

Við sérfræðimatið var forsíða Listasafns Reykjavíkur sérstaklega tekin fyrir. Horft var til sex gullnu reglna Steve Krug um framsetningu efnis á vefnum.

Forsíða og framsetning út frá gullnu reglum Steve Krug

Við sérfræðimatið var forsíða Listasafns Reykjavíkur skoðuð. Horft var sérstaklega til sex gullnu reglna Steve Krug um framsetningu efnis á vefnum.

  1. Er skýr virðingarröð á síðunni?
  2. Er skýr notkun á hefðum?
  3. Eru skýrt afmarkaðir þættir á síðunni?
  4. Er augljóst hvar megi smella?
  5. Er lítið af truflunum?
  6. Er efnið skannanlegt?

1. Er skýr virðingarröð á síðunni?

Virðingarröð er nokkuð skýr

  • Augljóst er hvað eru yfirflokkar og hvað eru undirflokkar
  • Þó eru yfirflokkar nokkuð margar og heiti nokkurra þeirra eru ekki nógu lýsandi
  • Að auki má benda á að ekki er hægt að sjá undirflokka nema með því að smella fyrst á yfirflokka. Undirflokkarnir sjást ekki fyrr en á þeirri síðu sem smellt er á

Skjáskot

Mynd 1: Er skýr virðingarröð á forsíðu?

2. Er skýr notkun á hefðum?

Ekki er farið nægjanlega eftir hefðum um uppsetningu í öllum tilvikum.

  • Sem dæmi er lógó hvergi sjáanlegt á forsíðu
  • Á undirsíðum er heldur ekki lógó efst uppi eins og venja er en þess í stað er að finna lógó í formi fljúgandi þríhyrnings sem svífur yfir síðuna
  • Ef smellt er á þennan þríhyrning, sem þó er ekki á öllum undirsíðum, er hægt að fara aftur á forsíðu

Leit er uppi í hægra horni og leiðakerfi ofarlega og þvert yfir skjáinn eins og segir til um í hefðum Steve Krug.

Einnig eru allar helstu upplýsingar staðsettar í fæti síðunnar.

  • Það er að segja símanúmer, heimilisfang og opnunartími
  • Einnig má finna upplýsingar um samfélagsmiðla, gjaldskrá og bókanir neðarlega á síðunni

Skjáskot

Mynd 2: Er skýr notkun á hefðum?

3. Eru skýrt afmarkaðir þættir á síðunni?

  • Síðan er með nokkuð skýra afmarkaða þætti og má skipta síðunni upp í fjóra hluta
  • Forsíðumynd, fréttir, yfirstandandi sýningar og upplýsingar um söfnin
  • Mest allt efnið er sett upp láréttum einingum, þó á það ekki við um “yfirstandandi sýningar” sem er sett öðruvísi upp á síðunni

4. Er augljóst hvar má smella?

Augljóst er hvar eigi að smella á síðunni.

  • Þegar músabendill er sett yfir efnið birtist lína undir fyrirsögninni
  • Einnig breytist músabendill í “hendi” þar sem hægt er að smella og á það við um myndir og texta

5. Er lítið af truflunum?

Nokkuð er af truflunum á síðunni.

  • Má þar nefna upplýsingaborða með Covid-upplýsingum. Þó þarf að taka tillit til þess að um tímabundin borða er að ræða sem á að vekja athygli
  • Ljósmyndin tekur of mikið svæði og dregur athyglina frá öðru efni á forsíðunni (Sjá mynd 2). Einnig er lítið um pláss á milli efnis og ramma

Fljúgandi þríhyrningur

  • Vert er að minnast á fljúgandi þríhyrning sem birtist á öðrum síðum sem er til þess gerður að flytja gesti aftur á forsíðu ef smellt er á hann
  • Þríhyrningurinn vekur í flestum tilvikum ekki góð viðbrögð og flestir sem rætt hefur verið við telja hann truflandi
  • Að auki má nefna að þríhringinginn er ekki að finna á öllum síðum og því ekki alltaf augljós leið að komast aftur á forsíðu

6. Er efnið skannanlegt?

  • Mjög stór mynd á forsíðu gerir það að verkum að fólk þarf að skruna langt niður síðuna til að sjá hagnýtar upplýsingar um safnið
  • Jákvætt er að það er notast við lítið lesefni og fyrirsagnir eru stórar
  • Í viðtölum og könnunum kom fram að fólk átti ekki alltaf auðvelt með að átta sig á hver lykilverkefni síðunnar eru með því að skoða forsíðu

 

Frekari greining

Skipulag vefs

Notendur koma í flestum tilfellum á vef til þess að leysa einhver verkefni en til þess þarf vefurinn að vera skipulagður.

  • Vefur inniheldur of marga yfirflokka og ekki er alltaf hægt að sjá sömu yfirflokka á mismunandi síðum
  • Heiti yfirflokka og undirsíðna oft ekki nógu lýsandi
  • Margar undirsíður innihalda svipað efni en undir sitthvorum heitum sem mætti einfalda
  • Forgangsröðun ekki nægilega vel unnin þar sem viðmót er stundum ólíkt á milli síða og ekki nægilega notendavænt

Hönnun: Stíll og sniðmátar

    • Útlitið gamaldags en ágætlega smekklegt og stílhreint
    • Vefurinn fylgir ekki nógu vel venjum (vantar t.d. lógó efst uppi sem leiðir notanda heim)
    • Ósamræmi í notkun leturs
      • Full margar leturgerðir og leturstærðir notaðar
      • Dæmi um þetta er að önnur leturgerð er á verslunarhluta síðunnar. Almennt er leturgerðin Roboto notuð á síðunni en í verslunarhluta er leturgerðin Helvetica notuð
  • Leiðakerfi ruglingslegt
  • Einfaldleikinn er nokkuð á kostnað skipulags og vefurinn virðist ekki höfða til yngri kynslóða
  • Leitarhnappur er ekki áberandi
  • Hvað varðar hönnun fyrir snjallsíma þá fylgir ,,menu barinn” ekki síðunni þegar hún er skrunuð niður

Leit og framsetning á leitarniðurstöðum

  • Ekki er boðið upp á skilyrta leit
  • Uppsetning á niðurstöðum (texti og mynd) er ólík eftir flokkum sem getur valdið rugling
  • Mætti samræma betur allar niðurstöður leitarflokka
  • Myndir fá of mikið pláss á kostnað texta

Fréttir, framsetning og aðgengi

  • Upplýsingar um safnið, viðburðir, fréttir, myndir og þjónustu taka mest pláss
  • Finna má athyglisvert efni eins og sýningarskrár, umfjöllun um sýningar á Youtube rás safnsins og tengla á umfjöllun fjölmiðla
  • Gestur þarf alltaf að fara inn á yfirsíður til þess að finna efni á undirsíðum

Efni og texti

  • Efni nokkuð skipulagt
  • Veftré er svolítið óskýrt og ekki allar upplýsingar að finna á forsíðu. Það þarf að fara smá krókaleiðir og því er vefurinn kannski aðeins of flókinn fyrir hinn almenna notanda. Sæmræmið mætti vera betra
  • Mikið efni í boði

Aðgengi og nytsemi

Til þess að greina aðgengi á forsíðu listasafnsins var notast við vefgreiningartólið Wave. Upp komu ellefu villur.

Villurnar eru ekki alvarlegar:

Wave Listasafn Reykjavíkur

Hægt er að smella á mynd til að stækka hana.

  • Það vantar alt-texta (alternative text) við eina mynd. Er þó mikilvægt fyrir þá sem nota skjálesara
  • Það vantar einnig alt-texta við tvo hnappa á síðunni. En þeir hnappar sjást reyndar ekki á síðunni. Líklegast einhver gamall kóði sem Wave nær að lesa en enginn sér
  • Sömu hnappar fá villur af því það vantar texta eða innihald í þá
  • Síðan eru sex tómir tenglar (empty links) á síðunni. Tenglar sem Wave forritið les en sjást ekki á síðunni. Líklega gamlir kóðar sem gleymst hefur að fjarlægja

Villurnar eru eins og áður segir ekki alvarlegar en gætu þó truflað þá sem nota skjálesara því þeir fá mögulega upplýsingar um tengla og hnappa sem ekki eru sjáanlegir á síðunni.

Annað kemur frekar vel út. Sem dæmi eru engar skerpu (contrast) villur sem þýðir að almennt er auðvelt að lesa texta á síðunni.

Aðrar athugasemdir sem Wave gerir eru smávægilegar og ættu ekki að trufla upplifun notenda af síðunni.

Mælt er með því að vefstjórar yfirfari bakendann.

 

[happyforms id="458" /]