Efnisyfirlit
1. Um verkefnið
Verkefni þetta er unnið í tengslum við áfangann Þarfagreining og notendaupplifun á vef sem kenndur er í Vefmiðlun við Háskóla Íslands.
Að verkefninu koma:
- Kristinn Júníusson
- Pétur Fjeldsted Einarsson
- Sandra Kristbjarnardóttir
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Unnur Hlíðberg Hauksdóttir
Tilgangur verkefnisins er að gera þarfagreiningu á vef Listasafns Reykjavíkur. Vefur listasafnsins var hannaður með vefumsjónarkerfinu Drupal árið 2005 en árið 2016 var vefnum gefið nýtt útlit. Ör þróun í vefmálum á undanförnum árum kallar á endurskoðun vefsins.
Í skjali þessu má finna kröfur Listasafns Reykjavíkur til nýs vefs, helstu niðurstöður þarfagreiningar og tillögur okkar að vefhönnun og skipulagi.
1.1. Tengiliðir og leiðbeinandi
Tengiliður Listasafns Reykjavíkur:
Áslaug Guðrúnardóttir
Starfstitill: Kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur
Leiðbeinandi í verkefninu:
Elva Ósk Gylfadóttir
Starfstitill: Aðjúnkt/kennari í Hagnýtri menningarmiðlun
Deild: Sagnfræði- og heimspekideild
1.2. Umfang og skipulag
Hópameðlimir skiptu með sér verkefnum og settu tímaáætlanir á hvern verkþátt. Til þess að halda boltunum á lofti var fundað 1-2 sinnum og farið yfir stöðu verkefna. Tímalínu verkefnis má finna hér.
Í upphafi var stofnað hópspjall inn á forritinu Teams þar sem öll samskipti og skipulagning fór fram. Í kjölfarið var stofnað Trello borð sem hélt utan um öll verkefni og skiptingu verkefna á milli nemenda. Útbúin var sameiginleg mappa inn á Google drive til að halda utan um undirbúning og niðurstöður allra verkþátta og þau gögn sem söfnuðust saman við vinnslu verkefnisins, eins og myndir og tölfræðilegar upplýsingar. Þá var WordPress vefur stofnaður þar sem lokaniðurstöður þessa verkefnis voru birtar.
2. Markmið
Markmið Listasafns Reykjavíkur er að kynna fjölbreytileika myndlistar og setja sköpunarverk listamanna í sögulegt, félagslegt, menningarlegt og listrænt samhengi. Safnið býður meðal annars upp á sýningar, fræðslu, viðburði og fyrirlestra með það að markmiði að vera upplýsandi vettvangur skapandi umræðu.
2.1. Markmið vefs Listasafns Reykjavíkur
Vefur listasafns er fyrst og fremst upplýsingavefur og er markmið hans að kynna, miðla og veita upplýsingar um safnið, sýningar, viðburði, safneign, listamenn, ljósmyndir, útilistaverk og starfsemina.
2.2. Markmið nemenda
Greining þessi hjálpar við að fá yfirsýn yfir vef Listasafnsins, greina núverandi stöðu hans og þarfir notenda. Með því að safna saman upplýsingum og túlka þær má koma með tillögu að breytingum og bótum á vefnum. Þetta mun vonandi nýtast stjórnendum og starfsfólki við að gera vefinn aðgengilegri fyrir notendur.
2.3. Markhópar vefsins
Helstu markhópar Listasafns Reykjavíkur eru:
- Allir Íslendingar
- Ferðamenn
- Reykvíkingar (sem eiga safnið)
- Heyrnarskertir og sjónskertir
- Skólahópar
2.4. Lykilverkefni
Eftir vinnustofur, viðtöl við hagsmunaaðila og notendur, notendaprófanir og greiningu á umferð á vef listasafnsins komumst við að þeirri niðurstöðu að eftirfarandi séu fimm lykilverkefni sem notendur þurfa að leysa:
- Að finna þá viðburði sem eru í boði
- Að afla sér upplýsinga um sýningar
- Að afla sér upplýsinga um listamenn
- Að finna upplýsinga um safneign
- Að að afla upplýsinga um söfnin. Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn og
Hafnarhús
Sjá nánar: Lykilverkefni
3. Þarfagreining – Helstu niðurstöður
3.1. Vinnustofa og SVÓT greining
Fyrsti fundur okkar með hagsmunaaðilum vefsins gegndi hlutverki vinnustofu eða sem kallast ,,Opportunity workshop”. Þátttakendur voru beðnir um að framkvæma SVÓT-greiningu þar sem skilgreindir voru styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri sem núverandi vefur býr yfir. Veltu þau fyrir sér hvað væri til ama á núverandi vef og hvað þeim finnst ábótavant, hvað þeim þótti vel gert og vildu ekki sjá breytt og hvernig nýleg markmið Listasafnsins kæmu hér inn í.
Helstu niðurstöður vinnustofunnar voru eftirfarandi:
- Einfalda þarf leiðakerfi
- Forsíðan þarf að vera meira upplýsandi
- Bæta þarf aðgengi með því að minnka truflanir
- Efnisstefnan hjá þeim er góð og texti skýr en erfitt er að finna efni
- Gera þarf vefinn betri fyrir snjalltæki og hafa hann skalanlegan (responsive)
- Bæta þarf hraða vefsins þar sem hann er þungur og lengi að vinna
- Bæta þarf tæknitengd mál, helst þyrfti að hafa tæknimann á staðnum
- Bakendavinnsluna þarf að bæta og einfalda fyrir starfsmenn
Sjá nánar: Vinnustofa 1 – SVÓT greining
3.2. Viðtöl við hagsmunaaðila og notendur
3.2.1 Hagsmunaaðilar
Ýmislegt sem þarf að bæta (Problemformulering)
- Að setja upp að taka á móti greiðslum gegnum bókunarkerfið (simplybook.me) fyrir viðburði
- Ef að fólk gæti borgað í leiðinni og það skráir sig myndi það minnka álagið á móttökuna. Fólk skráir sig líka oft á viðburði og mætir síðan ekki. Ef að það væri tenging við skráningu og greiðslu þá myndu þau hafa réttari upplýsingar um hverjir væru að mæta þar sem fólk mætir frekar á viðburð ef að það er búið að borga
- Að bæta upphleðsluna (uploading) á vefnum: upplýsingar og nýtt efni er lengi að hlaðast upp en mikilvægt er að það komi strax inn þar sem mikill hraði er í starfsemi listasafnsins. T.d. getur tekið allt að hálfan dag fyrir efni að hlaðast upp á vefnum
- Að bæta notendaviðmótið og hraða síðunnar, annars er hætta á að notendur fari annað
- Að finna út hvernig hægt er að laga og breyta upplýsingum og aðgerðum á vefnum eftir því sem þarf. T.d. hafa þau ekki getað uppfært opnunartímann í kófinu þannig að það eru rangar upplýsingar á vefnum. Efni sem þau eru að reyna að miðla og koma á framfæri ,,týnist” á vefnum
Markmið
- Að leggja áherslu á myndrænt efni
- Að tiltölulega tæmandi upplýsingar séu strax á forsíðunni; opnunartími, verð og hvaða sýningar séu í gangi
- Að vefurinn sé uppfærður reglulega, að allar upplýsingar sem eiga við séu til staðar og aðgengilegar og standi undir væntingum notenda
- Að vefurinn sé léttur í notkun og án öryggisviðvarana
- Að hægt sé að smella niður í leiðarkerfinu og séð yfirlit yfir hvað sé í boði í stainn fyrir að smella sig áfram í gegnum óþarflega margar síður
- Að hægt sé að færa inn nýjar breytingar á vefnum, að vefurinn geti aðlagast breytingum sem að safnið er að taka. Sem listasafn þyrfti starfsfólk að geta gert það sem þau vilja og mótað vefinn eftir sínu höfði í samræmi við þarfir hverju sinni. T.d. þyrfti að vera auðvelt fyrir starfsfólk að skrá og setja myndbönd á vef listasafnsins
- Að gera vefinn stílhreinni, mínímalískri og skýrari
- Að það verði auðvelt fyrir notendur að finna það sem þau eru að leita að
- Að bæta aðgengi að því magni upplýsinga sem er á vefnum
- Að allar upplýsingar séu uppfærðar og á sínum stað og að notandinn lendi ekki á vegg, eins og þetta með brotna hlekki
- Að bæta aðgengi fyrir alls kyns hópa, sem eiga kannski erfitt með að nýta sér vefinn eins t.d sjóndapra eða heyrnarskerta eða fólk sem talar hvorki íslensku eða ensku og eitthvað slíkt
Umfang
- Að það sé góð tenging milli sýningar og viðburða (þetta er nú þegar og þarf að vera áfram. Sem sagt, inni á hverri sýningu eru allir viðburðir sem tengjast þessari ákveðnu sýningu)
- Að búa til tengingu á milli Sarps og Listasafns Reykjavíkur (fyrir fólk í rannsóknarvinnu). Ef verið er að leita að verkum eftir einhvern listamann á Sarpinum koma upp allar sýningar á öllum söfnum nema sýningar eftir viðkomandi hjá Listasafni Reykjavíkur
- Þau eiga erfitt með að finna hluti sem þau eru að leita að, þetta þarf að bæta
- Að bæta upplýsingar um aðgengi á vefsíðunni og á safninu (Verkefnastjóri miðlunar er að vinna í því í dag að bæta flipa á vefsíðuna sem heitir aðgengi: þau eru að búa til wireframe fyrir það)
- Þau eru að gera myndbönd vel, þetta þarf að vera aðgengilegt
- Það vantar betri upplýsingar um listamennina. Þeim hluta er í mörgum tilvikum ábótavant
- Að bæta leitargluggann. Leitin virðist t.d. ekki vera að gefa upp allar upplýsingar (Friðrik er að reyna finna út úr þessu, við þurfum ekki að gera þetta)
- Að leggja bæði áherslu á hönnun og notendaupplifun
Áhætta, áhyggjur og viðbragðsáætlanir
- Ef vefurinn er færður í annað kerfi hafði einhver áhyggjur af því að það væri erfitt að færa allt á milli því þetta er stór og mikill vefur. Spurning hvort hægt sé að hreinsa til á honum eða hvort best sé að gera nýjan? Þetta þyrfti að skoða vel til framtíðar
- Þunglamaleg samskipti deilda innan Reykjavíkurborgar og erfitt að fá aðstoð við það sem er bilað: t.d. ekki er búið að uppfæra Drupal í töluverðan tíma því tækniþjónusta Reykjavíkurborgar er að draga lappirnar, þó svo að óskað hafi verið eftir því nokkrum sinnum. Þjónustan hjá UTR (Upplýsingatækniþjónusta Reykjavíkur) er hæg og stundum fá þau ekki svar. Upp á síðkastið hafa þau ekki fengið neinn sem kann á Drupal
- Skortur á fjármagni fyrir verkefnið
- Að sá, sem kemur að því að hanna nýjan vef eða sá, sem tekur að sér að setja upp nýjan, fari ekki eftir þeirri vinnu sem við höfum bent á til úrbóta
- Að þau sitji uppi með þennan vef
- Að notendur finni ekki það sem þeir eru að leita að því vefurinn er of flókinn
Orðréttar tilvitnanir
,,Ég þoli ekki þríhyrninginn, vil taka hann í burtu. En ef hann á að vera þá að hann sé bara að hreyfast á einum stað”
,,Kann ekki vel á Drupal en það litla sem ég hef gert er frekar auðvelt að framkvæma”
,,Mér finnst nauðsynlegt að heimasíða safns sé nokkuð ,,visual”
,,Facebook glugginn á forsíðunni pirrar mig líka, ekki viss að það bæti neinu við sem er ekki undir dagskrá og/eða miðlun”
,,Mér finnst hönnun og útlit mjög skýrt og þægilegt”
,,Vefurinn þarf að vera meira flex, við þurfum að geta breytt honum í rauntíma meðfram því sem er að gerast”
,,Annars held ég að upplýsingarnar um sýningarnar, safneignina, listaverkin og viðburðina sem eru í gangi gagnist notendum vel”
,,Vefurinn er andlit listasafnsins, þannig að það væri skemmtilegra að koma efni á framfæri sem er að vinna á safninu því að vefurinn gerir ráð fyrir meiri möguleikum en sem er hægt í dag. Maður býr til efni til að koma því á framfæri en ekki grafa það inná síðu“
Sjá nánar: Samantekt á viðtölum við hagsmunaaðila
3.2.2 Notendur
Það helsta sem kom út úr viðtölum við notendur:
- Notendur tengja Listasafn Reykjavíkur við sýningar, myndlist, samtímamyndlist, opnanir, fræðslustarf, öfluga og mikla miðlun og tölvupóstmarkaðssetningu, sem opinn staður og aðgengilegur fyrir almenning og í tengingu við félagslegt samhengi
- Sumum notendum finnst þríhyrningurinn vera flottur, sumum finnst hann vera truflandi eða frekur og öðrum finnst hann skemmtilegur
- Notendurnir skoða oftast vefinn í vinnunni en líka heima við
- Notendur eru oftar að skoða vefinn í tölvu og en líka í síma
- Nokkrir notendur höfðu ekki prófað að nota leitargluggann á vefnum
Notendurnir eru að fara inn á vef Listasafns Reykjavíkur til að:
- skoða listaverk (og vonast til að versla fljótlega)
- finna upplýsingar starfsmanna
- skoða safneignina og listamenn þar
- horfa á vídeó og hlusta á viðtöl við listamenn
- sækja upplýsingar um myndlist, viðburði, sýningar og útsendingar
- sækja gamalt efni (.pdf skjöl af bókum, upptökur af fyrirlestrum o.fl.)
- en fyrst of fremst til að skoða hvaða sýningar eru í gangi þessa stundina
Það sem notendum finnst vel gert á vef Listasafns Reykjavíkur:
- Miðlun á efni, sýningum og viðburðum sem eru í gangi núna (að þetta er skýrt og vel gert)
- Notendum finnst fínt að vafra um vefinn, hann sé einfaldur, gegnsær og einfaldur í notkun
- Notendum finnst auðvelt að finna út hvaða sýningar eru í gangi núna (yfirstandandi og væntanlegar sýningar) og hver dagskráin er, listamannaspjall og miðlun, að þetta er aðgengilegt og gott að finna
Það sem að notendum finnst þurfa að bæta á vef Listasafns Reykjavíkur:
- Hver tilgangur Listasafns Reykjavíkur er: vefurinn þarf að vera skýrari með þetta. Segja ætti frá stöðu safnsins í samfélaginu. Hversu mikilvægt og merkilegt þetta safn er. Vefurinn fjallar ekki nógu mikið um það
- Notendur lýstu að þeir fengju kaotíska tilfinningu þegar þeir eru á vefnum
- Leiðarkerfið: t.d.heimsókn flipinn ætti að vera forsíða, Dagskrá, Sýningar, Fréttir eru ruglandi og ætti að vera allt saman
- Aðgengi að eldra efni: notendur vilja fá þetta skýrara á vefnum, þeir tala um að efnið eða flokkarnir/fliparnir eru faldir og að þeir þurfi að googla efnið til að finna það, að það sé erfitt að finna útsendingar, pdf skjöl, upptökur af fyrirlestrum o.þ.h. og tengla á þær
- Nokkrir notendur bentu á að list í almenningsrýmum (útilistaverkin) eru öll á vegum Listasafns Reykjavíkur en að þau eru ekki að kynna þetta nógu vel, þau vilja sjá þetta skýrar
- Sumir notendur vildu sjá fleiri fréttir, aðrir vildu taka þær í burtu
- Að hafa allt efni um sömu sýningu á sama stað, t.d. að listamannaspjall væri á sömu síðu og síðan um sýningu listamannsins (tengja betur saman categories og tags)
Sjá nánar: Samantekt á viðtölum við notendur
3.3. Netkönnun
Til þess að kanna viðhorf notenda til vefs Listasafns Reykjavíkur var send út netkönnun. Stuðst var við gögn úr vinnustofum og viðtölum við starfsmenn listasafnsins og notendur vefsins. Óskað var eftir svörum við spurningum og viðhorfi notenda í 11 liðum. 37 manns svöruðu könnuninni, sem send var á póstlista og Facebook hóp Listasafns Reykjavíkur.
Helstu niðurstöður
- Könnunin leiddi í ljós að stærsti hluti svarenda fara inn á vefinn mánaðarlega eða oftar og að flestir fari á síðu Listasafnsins í gegnum tölvu
- Þá leiddi könnunin í ljós að flestir gestir skoða vefinn til persónulegra nota og þar á eftir í vinnutengdum tilgangi. Flestum svarendum fannst sér ganga nokkuð vel að nota vefinn
- Spurt var um helstu kost vefsins og svöruðu flestir að auðvelt væri að finna það sem leitað var að á vefnum og að þar væru mikið af upplýsingum um listamenn og eldri viðburði
- Einnig var spurt um helstu galla vefsins og svöruðu flestir
- Einnig var spurt um helstu galla vefsins og voru sömu atriði áskoranir fyrir öðrum
Sjá nánar: Netkönnun
3.4. Flokkunaræfing
Flokkunaræfing fór fram þann 2. mars á Kjarvalsstöðum. Markmið æfingarinnar var að fá upplýsingar um það hvernig þeim, sem vinna að vefnum dags daglega, fyndist eðlilegast að flokka efni vefsins. Þátttakendur voru starfsmenn Listasafns Reykjavíkur. Þátttakendur voru fimm talsins og var þeim skipt upp í tvo hópa en reynt var að skipta hópunum eftir líkindum starfa starfsmanna.
Allar helstu síður listasafnsins voru teknar saman og voru þátttakendur látnir flokka þær sem leiddi til uppkasts á veftréi. Ákveðið var að vera með opna flokkunaræfingu til þess að gefa fólki frelsi til þess að velja sjálft heiti á síðum, fjölda yfirflokka og ef það voru einhverjar síður sem fólki fannst mega detta út.
Flokkanir hópanna voru nokkuð ólíkar. Allir voru þó sammála um að skipuleggja þyrfti vefinn betur, að nöfn á flokkum og undirsíðum væru ekki alltaf nógu lýsandi eða skýr og að skipuleggja þyrfti efnið betur.
Helstu niðurstöður
- Fækka má flokkum í leiðarkerfi síðunnar
- Flokkurinn miðlun er ekki lýsandi
- Hóparnir voru sammála því að halda flipunum Heimsókn, Safneign og Safnverslun (verslun)
- Upplýsingar um söfn ættu að vera undir flipanum Heimsókn
- Undirsíðurnar Mitt safn og Salir eru ekki nógu lýsandi heiti
- Fækka má undirsíðum sem flokkast undir Um safnið
- Flokka betur undirsíður. Ekki allir sammála um hvað eigi heima hvar
Sjá nánar: Vinnustofa 2 – Flokkunaræfing
3.5. Greining á umferð vefs
Gerð var greining á vef Listasafns Reykjavíkur fyrir tímabilið 31. janúar 2020 – 31. janúar 2021.
Við greininguna var notast við gögn úr Google Analytics. Í ljós kom að flestir notendur fara beint inn á vef Listasafns Reykjavíkur. Þar á eftir eru notendur sem koma inn á vefinn í gegnum tengla frá öðrum síðum. Þriðja mesta umferðin er frá leitarvélum og þar á eftir eru notendur að koma frá samfélagsmiðlum.
Einnig kom í ljós að 50,95% þeirra gesta, sem komu beint inn á vefinn, fóru strax út af honum aftur. Nokkuð jafnt var á þeim sem heimsækja síðuna í tölvu og þeim sem heimsækja síðuna í gegnum síma. Þeir vafrar sem mestu voru notaðir voru Chrome og Safari.
Lönd með flest innlit á ársgrundvelli voru:

Síður með flest innlit á ársgrundvelli voru:

Sjá nánar: Greining á umferð á vef
3.6. Persónur og notendaferlar
Markhópur síðunnar er breiður. Safnið fær til sín fjölbreyttan hóp fólks svo sem ferðamenn, kennara, námsmenn, listunnendur og Reykvíkinga.
Hver nemandi skapaði sér persónu sem væri líklegur notandi vefs Listasafns Reykjavíkur. Persónurnar fengu nafn, aldur, menntun, hvaðan þær koma og fjölskylduhagi. Einnig er komið inn á tæknilæsi þeirra og ástæðu þess að þau nota vefinn. Hvað þeim finnst vel gert á vefnum og hvaða hindranir þau hafa orðið vör við.
Hver persóna fékk svo sinn notendaferil þar sem farið var yfir þau skref sem notandi þarf að fara til þess að komast að ákveðnu markmiði.
Sjá nánar: Persónur og notendaferlar
3.7. Notendaprófanir
Gerðar voru fimm notendaprófanir á vef Listasafns Reykjavíkur. Notendaprófanirnar fóru fram í byrjun mars 2021. Notendur voru á aldrinum 15-62 ára með ólíkan bakgrunn og mis gott tölvulæsi.
Þátttakendur fengu sex verkefni, sem þeir áttu að leysa á vefnum og voru verkefnin eftirfarandi:
- Finna upplýsingar um gjaldskrá Listasafns Íslands
- Finna allar sýningar listamannsins Sigurðar Árna Sigurðssonar
- Finna þá viðburði sem eru liðnir
- Finna opnunartíma
- Finna safnverslanir
- Fara aftur á forsíðu Listasafns Reykjavíkur
Helstu niðurstöður
- Upplýsingar um ,,Viðburði” eru mjög aðgengilegar
- Flestir fóru langa leið að gjaldskrá og til þess að finna upplýsingar um opnunartíma. Flest öllum fannst þær upplýsingar eiga heima undir flipanum ,,Um safnið”
- Þá gekk flestum vel að finna upplýsingar um listamanninn Sigurð Árna en allir höfðu orð á því að það væri ruglandi að hafa ,,S” ekki í stafrófsröð
- Upplýsingar um Safnverslanir vafðist einnig fyrir nokkrum, en fundu upplýsingarnar þó að lokum
- Einnig kom það á óvart að aðeins einn áttaði sig á því að smella á þríhyrninginn til þess að komast aftur á forsíðu
- Almennt finnst notendum síðan flott og öðruvísi
- Notendum þótti þó flókið og erfitt að átta sig á hvað ætti heima undir hverju í leiðarkerfi síðunnar
- Þá fannst flestum að grunn upplýsingar ættu eiga heima undir flipanum ,,Um safnið”
- Einum notanda fannst fljúgandi þríhyrningurinn skemmtilegur en hinum fannst hann vera truflandi
Sjá nánar: Notendaprófanir
3.8. Skissur
Við gerð skissu fyrir vef Listasafns Reykjavíkur var stuðst við niðurstöður viðtala við notendur og hagsmunaaðila, kannana, notendaprófana og vinnustofa við uppsetningu veftrés.
Veftré var sett upp í Moqups en hreinteiknað í Figma. Við skissugerð á nýjum vef var horft til tveggja vefa sem aðstandendur listasafnsins horfðu til og bentu okkur á í upphafi verkefnisins. Auk þess að horfa til þessara tveggja vefa var útlit listasafnsins haft til hliðsjónar og var hönnunarstaðli frá þeim fylgt eftir. Skissan af nýjum vef var teiknuð upp á pappír áður en hún var teiknuð upp í tölvu. Notast var við forritið Figma sem er forrit fyrir viðmótshönnun og er með því einnig auðvelt að teikna upp vírlíkön af vefum.
Sérstök áhersla var lögð á eftirfarandi:
- Að vefurinn væri einfaldur og aðgengilegur í notkun
- Að mikilvægustu upplýsingarnar væru á forsíðu
- Að vefurinn væri notendavænn
- Að sem minnst af óþarfa áreiti væri á vefnum
- Að útlit væri byggt á hönnunarstaðli Listasafns Reykjavíkur og myndi endurspegla þá ímynd sem Listasafnið hefur í öllu sínu markaðsefni
Skissuð var forsíða fyrir bæði stóra skjái og snjallsíma auk þess að sýna hvernig leiðarkerfið gæti komið til með að virka. Uppsetning og veftré má nýta fyrir hönnuði og forritara til að styðjast við.
Eftirfarandi lýsir uppsetningu vefsins í tölvu:
- Í leiðarkerfi sem staðsett er á vinstri hluta vefsins má finna sex yfirflokka
- Undir síður birtast þegar músabendill er settur á yfirflokk
- Efst á vinstra megin á vefnum má finna merki listasafnsins sem hægt er að smella á og leiðir það gestinn alltaf aftur á forsíðuna
- Efst á vefnum við miðju má finna upplýsingar um söfnin
- Efst á vefnum til hægri má finna leitarglugga, tungumál og innskráningu á ,,mín söfn”
- Þegar vefurinn er skrunaður niður má finna upplýsingar um ,,Núverandi sýningar”, ,,Viðburði framundan” og nýjustu ,,Fréttir”
- Þegar vefurinn er skrunaður fylgir leiðarkerfi alltaf með
- Í fæti síðunnar má finna upplýsingar um samfélagsmiðla og helstu upplýsingar
- Gert er ráð fyrir því að flokkurinn ,,Dagskrá” hafi sérvirkni. Þar má finna dagatal þar sem hægt er að skoða sýningar, viðburði og annað og má sía eftir því hverju verið er að leita að
Sjá nánar: Skissur af vef og veftré
3.9. Sérfræðimat
Sérfræðimat var gert á vef listasafnsins út frá aðferðafræði Steve Krug þar sem unnið var út frá sex aðalatriðum, sem vefhönnuðir þurfa að horfa til við hönnun á vef.
Sex þátta greining Steve Krug er eftirfarandi:
- Er skýr virðingarröð á forsíðu?
- Er skýr notkun á hefðum?
- Eru skýrt afmarkaðir þættir á síðunni?
- Er augljóst hvar má smella?
- Er lítið af truflunum?
- Er efnið skannanlegt?
Niðurstöður leiddu í ljós að í flestum tilfellum styðst hönnunin við aðferðafræði Steve Krug. Það sem er helst ábótavant er að ekkert lógó má finna efst á síðunni og að virðingaröð er ekki nógu skýr. Þá má nefna að lítið loft er á milli efnis og ramma.
Sjá nánar: Sérfræðimat
3.10. Samanburðagreining
Gerð var samanburðargreining á fimm sambærilegum vefum sem allir tengjast list á einhvern hátt. Þeir vefir sem urðu fyrir valinu voru moma.org, listasafn.is, smk.dk, icelanicartcenter.is og nationalgallery.org.uk.
Eftirfarandi efni voru borin saman:
- Lógó
- Valmynd
- Leit
- Forsíða
- Efni
- Hönnun
- Skalanleiki vefa
- Skipulag
- Virkni
- Aðgengi
Sjá nánar: Samanburðargreining
4. Vefhönnun og skipulag
4.1. Hönnun, markmið og umsagnir notenda
Mikilvægt er að vefur sé einfaldur í notkun og sé sniðin að þörfum notenda. Þegar kemur að hönnun er mikilvægt að taka mið af helstu hefðum í vefhönnun og kröfum um aðgengi, að vefurinn sé aðlaðandi og höfði að auki til breiðs aldurshóps.
Helsta markmið Listasafns Reykjavíkur er upplýsingagjöf og fræðsla og því mikilvægt að auðvelda notendum aðgengi að þeirri þjónustu sem listasafnið býður upp á svo þeir átti sig á hvaða þjónusta er í boði. Að auki inniheldur vefur listasafnsins mikið magn heimilda frá fyrri tíð og gagnast þannig t.d. til heimildaöflunar í tengslum við eldi sýningar, listamenn og umfjöllun fjölmiðla, sem gefur vefnum aukið vægi umfram viðburði listasafnsins beint.
Ýmsir hafa skoðun á fljúgandi þríhyrningur, sem bæði er ætlað að vera einkennismerki safnsins og hnappur til þess að komast aftur á forsíðu. Hann er umdeildur og eru flestir á þeirri skoðun að hann mætti missa sín sem hreyfimynd. Frekar mætti hafa hann fastann á einum stað á síðunum.
Orðréttar tilvitnanir um vefinn:
,,Ég þoli ekki þríhyrninginn, vil taka hann í burtu. En ef hann á að vera þá að hann sé bara að hreyfast á einum stað”
,,Mér finnst nauðsynlegt að heimasíða safns sé nokkuð ,,visual’”
,,Facebook glugginn á forsíðunni pirrar mig líka, ekki viss að það bæti neinu við sem er ekki undir dagskrá og/eða miðlun”
,,Mér finnst hönnun og útlit mjög skýrt og þægilegt”
,,Vefurinn þarf að vera meira flex, við þurfum að geta breytt honum í rauntíma meðfram því sem er að gerast”
,,Annars held ég að upplýsingarnar um sýningarnar, safneignina, listaverkin og viðburðina sem eru í gangi gagnist notendum vel”
,,Vefurinn er andlit listasafnsins, þannig að það væri skemmtilegra að koma efni á framfæri sem er að vinna á safninu því að vefurinn gerir ráð fyrir meiri möguleikum en sem er hægt í dag. Maður býr til efni til að koma því á framfæri en ekki grafa það inná síðu“
4.2. Tæknilegar kröfur og öryggi
Eftirfarandi er lagt til:
- Að ný síða verði hönnuð frá grunni í stað þess að uppfæra núverandi síðu
- Nýtt vefumsýslukerfi verði notað. Annað hvort nýjasta útgáfan af Drupal eða annað umsýslukerfi eins og WordPress
- Þegar nýtt vefumsýslukerfi er valið er mikilvægt að horfa til öryggissjónarmiða (er kerfið t.d. uppfært reglulega) og hversu auðvelt er að fá tæknilega aðstoð við að gera breytingar og uppfærslur
- Tryggja þarf að öryggisdulkóðun (SSL) sé rétt sett upp. Bæði til að vernda persónupplýsingar og bæta leitarvélabestun. Leitarvélar finna frekar örugga vefi
- Huga þarf að leitarvélabestun með tólum eins og Google Analytics eða Siteimprove.
5. Sérvirkni
5.1. Sérstakar kröfu til ákveðinna þátta
Út frá viðskiptalegu sjónarmiði er því nauðsynlegt að bjóða upp á bókunarkerfi þar sem notendur borga fyrir miða þegar þeir skrá sig á viðburð.
- Við leggjum til að hafa þessa virkni í gegnum núverandi bókunarkerfi simplybook.me og/eða Shopify verslun safnsins
- Markmiðið ætti að vera að hámarka sjálfvirkni greiðslukerfis, tryggja skjóta afgreiðslu þess og gott aðgengi að miðlægum upplýsingagrunni um viðskiptavini
- Einnig er mikilvægt að greiðslumiðlunarfyrirtæki séu valin með hagsmuni Listasafns Reykjavíkur að leiðarljósi
- Vegna þeirra sérstaka aðstæðna sem við lifum við í dag vegna heimsfaraldurs er enn mikilvægara að safngestir að skrá sig rafrænt á viðburði áður en þeir mæta
5.2. Tillaga að lausn á ákveðinni virkni á ákveðnum stöðum
Á núverandi vef Listasafns Reykjavíkur er Mitt safn undir Safneign og þurfa notendur ekki að skrá sig inn til að vista listaverk.
- Við leggjum til að gera meira úr þessari virkni með því að hafa innskráningarkerfi þar sem hægt væri að stinga upp á verkum til sölu í tengingu við þá listamenn og list sem viðkomandi safnaði saman
- Flokkurinn ,,Dagskrá” á að vera dagatal þar sem sía má upplýsingar eftir því að hverju sé verið að leita
- Vegna fjölda sýninga og viðburða sem eru í boði hjá Listasafni Reykjavíkur leggjum við til að hafa leit í formi dagatals undir flipanum,,Dagskrá”
- Þar geta notendur t.d. leitað að ákveðnum listamanni eða eftir heiti, ákveðnum kröfum varðandi innskráningu, leit, tungumál, efni, samfélagsmiðlum o.þ.h.