Efnisyfirlit
Notendaprófanir
Notendaprófanir eru mikilvægur þáttur þegar kemur að skipulagi og uppsetningu vefs. Til þess að átta sig á því hvernig notendur nota vefinn í raunheimi voru fengnir fimm þátttakendur til þess að framkvæma notendaprófun eftir leiðbeiningum frá Steve Krug (2014). Gott er að endurskoða vefi reglulega með notendaprófunum. Þannig má tryggja að virkni vefsins sé í samræmi við þarfir notenda.
Notendur síðunnar er fólk á öllum aldri og var það haft til hliðsjónar við val á þátttakendum, sem voru á aldrinum 15-62 ára, þrjár konur og tveir karlmenn og voru þau með mis gott tæknilæsi. Þau verða hér eftir nefndir þátttakendur A, B, C, D og E. Þátttakendur voru beðnir um að meta tæknilæsi sitt á skalanum 1-10, þar sem 1 er ekkert tæknilæsi og 10 er mjög gott tæknilæsi.
Notendur
| A | B | C | D | E | |
| Kyn | Karl | Karl | Kona | Kona | Kona |
| Aldur | 15 | 31 | 34 | 52 | 62 |
| Menntun | Nemi | Grafískur hönnuður | Félagsráðgjafi | Söngkona | Hjúkrunarfræðingur |
| Tæknilæsi | 8 | 10 | 6 | 7 | 4 |
Um notendaprófið
Öll fengu þau sömu verkefni til þess að leysa. Einnig var tekinn tími á því hvað það tók hvern þátttakanda langan tíma að leysa hvert verkefni. Verkefnin voru sex og eru þau eftirfarandi:
Finndu upplýsingar um gjaldskrá Listasafns Reykjavíkur
Notandi A – Átti erfitt með að finna gjaldskrá og fór inn á margar síður til þess að leita að upplýsingum. Fann þær fyrir rest með því að fara inn á flipan ,,Þjónusta” og undir Ásmundarsafn, skrunaði niður síðuna og fann gjaldskrá. Tók 1:25 mín.
Notandi B – Finnur upplýsingar strax. 8 sek.
Notandi C – Smellti efst uppi á ,,Um safnið“ og fann þar neðarlega ,,styttu þér leið“ og þar fann hún gjaldskránna. Tók 28 sek.
Notandi D – Fór fyrst í flipann ,,Um safnið” og fann ekkert. Fór svo í flipann ,,Heimsókn” og fann upplýsingar neðst á síðu. Tók 18 sek.
Notandi E – Velti fyrir sér hvort upplýsingar væru undir flipanum ,,Heimsókn” eða ,,Um safnið”. Fór rétta leið. Tók 20 sek.
Finndu allar sýningar listamannsins Sigurðar Árna Sigurðssonar
Notandi A – Fór rétta leið en tók tíma að finna listamanninn. Tók 5:40 mín.
Notandi B – Finnur upplýsingar strax. 35 sek.
Notandi C – Finnur strax staðsetningu efnis en tekur þó tíma í að finna listamann þar sem ,,S” er ekki í stafrófsröð. Tók 50 sek.
Notandi D – Gekk erfiðlega að finna. Tók 1 mín.
Notandi E – Fer strax í sýningar og skoðar hvort upplýsingarnar séu undir ,,yfirstandandi sýningar”, skoðar sýningar hér, smellir á sýninguna Dýrslegur kraftur, fer aftur í ,,yfirstandandi sýningar” og skrollar alla leið niður og upp aftur. Sér ,,Listamenn í stafrófsröð” og finnur Sigurð Árna Sigurðsson undir S. Tók 1:30 mín.
Finndu þá viðburði sem eru liðnir
Notandi A – Finnur upplýsingar strax. Tók 5 sek.
Notandi B – Finnur upplýsingar strax. Tók 7 sek.
Notandi C – Finnur upplýsingar strax. Tók 5 sek.
Notandi D – Fann upplýsingar strax. Tók 5 sek.
Notandi E – Fann upplýsingar strax. Tók 10 sek.
Finndu opnunartíma
Notandi A – Finnur upplýsingar strax. 11 sek.
Notandi B – Finnur upplýsingar strax. 5 sek.
Notandi C – Fór fyrst í ,,Um safnið”. Þar var ekkert nema opnunartími skrifstofu. Tók 37 sek.
Notandi D – Fór í flipann ,,Um safnið”, skrunar niður og finnur upplýsingar. Tók 15 sek.
Notandi E – Velti fyrir sér hvort upplýsingar væru undir flipanum ,,Um safnið” eða í ,,Þjónusta” (finnst það samt ekki passa að þær séu undir þjónusta). Skrunar niður en ekki alla leið. Fer aftur upp og smellir á ,,Þjónustu”, smellir á ,,Meira” undir Ásmundarsafn, skrunar alla leið niður og finnur opnunartíma. Tók 1:30 mín.
Finndu safnverslanir
Notandi A – Var lengi að skoða vefinn, finnur upplýsingar svo undir ,,Þjónusta”. Tók 9 mín.
Notandi B – Fer í ,,Heimsókn” og finnur ekki það sem hann leitar að. Fer á ,,Þjónustu” síðu. Skrunar niður og aftur upp og rekur þá augun í upplýsingarnar. 15 sek.
Notandi C – Fór fyrst í flipann ,,Um safnið” fann ekkert þar. Fór svo í flipan ,,Þjónusta” og fann upplýsingar þar. Tók 14 sek.
Notandi D – Tók tíma í að hugsa hvert best væri að fara. Fer á réttan stað. Tók 39 sek.
Notandi E – Finnur upplýsingar strax. Tók 5 sek.
Farðu aftur á forsíðu Listasafns Reykjavíkur
Notandi A – Fann ekki forsíðu.
Notandi B – Fann forsíðu fyrir tilviljun í prófuninni þegar hann ýtti óvart á þríhyrninginn.
Notandi C – Leitaði út um allt og spurði eftir um mínútu hvort það væri hægt. Fékk ábendingu um að það væri hægt. Smellti svo loks á fljúgandi þríhyrninginn og komst þá heim. Leitaði í 1 mín.
Notandi D – Fann upplýsingar. Tók 8sek.
Notandi E – Notar ,,back” takkan á vafra til þess að komast aftur á forsíðu. Tók 30 sek.
Niðurstöður prófana
Helstu niðurstöður voru þær að upplýsingar um ,,Viðburði” séu mjög aðgengilegar. Flestir fóru langa leið að gjaldskrá og til þess að finna upplýsingum um opnunartíma. Flest öllum fannst þær upplýsingar eiga heima undir flipanum ,,Um safnið”. Þá gekk flestum vel að finna upplýsingar um listamanninn Sigurð Árna en allir höfðu orð á því að það væri ruglandi að hafa ,,S” ekki í stafrófsröð og það átti við allt efni. Leitin skilar niðurstöðum í stafrófsröð miða við upphafsstaf en þar á eftir er efnið ekki í stafrófsröð.
Upplýsingar um Safnverslanir vafðist einnig fyrir nokkrum en fundu upplýsingarnar þó að lokum. Einnig kom það á óvart að aðeins einn áttaði sig á því að smella á þríhyrninginn til þess að komast aftur á forsíðu.
Almennt fannst notendunum síðan flott og öðruvísi. Notendum þótti þó flókið og erfitt að átta sig á hvað ætti heima undir hverju í leiðarkerfi síðunnar. Þá fannst flestum að grunn upplýsingar ættu eiga heima undir flipanum ,,Um safnið”.
Einum notanda fannst fljúgandi þríhyrningurinn skemmtilegur en hinum fannst hann vera truflandi.