Skissur af vef og veftré

Skissur af tillögum að nýjum vef og nýju veftré fyrir Listasafn Reykjavíkur.

Skissur af tillögum að nýjum vef og nýju veftré fyrir Listasafn Reykjavíkur

Við gerð skissu fyrir nýjan vef Listasafns Reykjavíkur var horft til margra þátta. Stuðst var við niðurstöður viðtala við notendur og hagsmunaaðila, kannana, notendaprófana og vinnustofa við uppsetningu veftrés.

Veftré var sett upp í Moqups en hreinteiknað í Figma. Við skissugerð á nýjum vef var horft til tveggja vefa sem aðstandendur listasafnsins horfðu til og bentu okkur á í upphafi verkefnisins. Auk þess að horfa til þessara tveggja vefa var útlit listasafnsins haft til hliðsjónar og var hönnunarstaðli frá þeim fylgt eftir. Skissan af nýjum vef var teiknuð upp á pappír áður en hún var teiknuð upp í tölvu. Notast var við forritið Figma sem er forrit fyrir viðmótshönnun og er með því einnig auðvelt að teikna upp vírlíkön af vefum.

Sérstök áhersla var lögð á eftirfarandi:

  • Að vefurinn væri einfaldur og aðgengilegur í notkun
  • Að mikilvægustu upplýsingarnar væru á forsíðu
  • Að vefurinn væri notendavænn
  • Að sem minnst af óþarfa áreiti væri á vefnum
  • Að útlit væri byggt á hönnunarstaðli Listasafns Reykjavíkur og myndi endurspegla þá ímynd sem listasafnið hefur í öllu sínu markaðsefni

Skissuð var forsíða fyrir bæði stóra skjái og snjallsíma auk þess að sýna hvernig leiðarkerfið gæti komið til með að virka. Uppsetning og veftré má nýta fyrir hönnuði og forritara til að styðjast við.

Eftirfarandi lýsir uppsetningu vefsins í tölvu:

  • Í leiðakerfi sem staðsett er á vinstri hluta vefsins má finna sex yfirflokka
  • Undir síður birtast þegar músabendill er settur á yfirflokk
  • Efst á vinstra megin á vefnum má finna merki listasafnsins sem hægt er að smella á og leiðir það gestinn alltaf aftur á forsíðuna
  • Efst á vefnum við miðju má finna upplýsingar um söfnin
  • Efst á vefnum til hægri má finna leitarglugga, tungumál og innskráningu á ,,mín söfn”
  • Þegar vefurinn er skrunaður niður má finna upplýsingar um ,,Núverandi sýningar”, ,,Viðburði framundan” og nýjustu ,,Fréttir”
  • Þegar vefurinn er skrunaður fylgir leiðarkerfi alltaf með
  • Í fæti síðunnar má finna upplýsingar um samfélagsmiðla og helstu upplýsingar
  • Gert er ráð fyrir því að flokkurinn ,,Dagskrá” hafi sérvirkni. Þar má finna dagatal þar sem hægt er að skoða sýningar, viðburði og annað og má ,,filtera” eftir því hverju verið er að leita að

Hér má sjá myndir af tillögu að nýrri forsíðu í tölvu:

Einnig er hægt að smella hér til að sjá hvernig forsíðan í heild myndi líta út.

Hér er örstutt myndband sem sýnir forsíðu og virkni leiðarkerfisins:

Vefurinn er eins settur upp í snjalltæki. Eini munurinn er sá að:

  • Leiðarkerfi er staðsett í fellilista til vinstri sem einkennist af þremur strikum eða ,,hamborgara”
  • Upplýsingar um söfn birtast ekki á forsíðu vegna takmarkaðs pláss en þær má finna í leiðarkerfi undir ,,Söfnin”

Hér má sjá mynd af tillögu að nýrri forsíðu í snjalltæki:

Forsíða í snjalltæki

Veftré

Eftirfarandi er tillaga að nýju veftré:

Veftré
Veftré – Smellið á mynd til að stækka
[happyforms id="458" /]