Viðtöl við hagsmunaaðila
Viðtöl voru tekin við fimm hagsmunaaðila vefsins, í þessu tilfelli starfsmenn Listasafns Reykjavíkur sem Áslaug Guðrúnardóttir umsjónarmaður vefsins benti á. Hver nemandi tók viðtal við einn starfsmann.
Undirbúningur fyrir viðtal
Góð ráð fyrir viðtöl:
- Gott er að senda nokkrar spurningar (ekki allar) í tölvupóst á hagsmunaaðila til að fólk getur undirbúið sig
- Kanntu að taka upp viðtalið á TEAMS/Zoom/annan búnað? (gott að prófa áður en mætt er á staðinn)
- Taka viðtöl á stað sem er prívat og ekki hávaði (ekki í opnu vinnurými t.d.)
Góð ráð þegar tekin eru viðtölin:
- Ágætt að koma með tvær byrjunar spurningar um starf og hlutverk starfsmanna og hvort og hvernig viðkomandi kemur að vefnum. Þó svo að þær spurningar séu ekki með í niðurstöðum heldur bara til að opna samtalið
- Láta viðkomandi vita hvert markmiðið er með viðtalinu
- Láta viðkomandi vita að hann/hún geti verið opin og talað að vild (við munum ekki vitna ekki í neinn sérstaklega, efni verður haldið innan hópsins)
- Í lokin láta viðkomandi vita ef það er eitthvað sem þeim dettur í hug eftir á að þá er alltaf hægt að senda tölvupóst
Allir fengu svo eftirfarandi spurningar:
- Hversu mikið/oft notar þú vefinn?
- Til hvers notar þú vefinn? / Hvað ertu helst að gera á vefnum?
- Hvernig skoðar þú vefinn? (Í tölvu? Síma?)
- Hvernig telur þú að vefurinn gagnist gestum?
- Hvað finnst þér tímafrekast að gera á vefnum? / Hvaða vandamál hefur þú tekið eftir í tengslum við vefinn?
- Finnst þér auðvelt að finna það sem þú leitar að á vefnum?
- Hvað finnst þér vel gert á vefnum?
- Hvað mætti bæta á vefnum?
- Hverjar eru þínar væntingar til vefsins? / Hvernig sérðu fyrir þér vel heppnaðan og fullkláraðan vef?
- Hvað er það helsta sem þú sérð að geti staðið í vegi fyrir velheppnaðan vef?
- Er eitthvað sem þú hefur áhyggjur af í sambandi við þetta verkefni?
- Hvernig sérðu fyrir þér að það verði breytingar á starfseminni / þinni vinnu, ef einhverjar?
- Getur þú komið með þrjú orð sem þér finnst lýsa Listasafni Reykjavíkur?
- Hefur þú skoðað aðra sambærilega vefi til samanburðar og ef svo er, hvaða mun sérðu helst á þeim vefum og vef Listasafns Reykjavíkur?
- Eitthvað að lokum?
Samantekt:
Tekin var saman samantekt á öllum svörum sem er að finna hér.