Samantekt á viðtölum við hagsmunaaðila

Samantekt byggð á viðtölum við starfsmenn Listasafns Reykjavíkur.

Samantekt á viðtölum við hagsmunaaðila

Eftirfarandi samantekt er byggð á viðtölum við starfsmenn Listasafns Reykjavíkur.

Listasafn Reykjavíkur í 3 orðum:

  • Lifandi safn
  • Metnaðarfullt
  • Gæði í sýningum og viðburðum
  • Vandvirkni
  • Framsækni
  • Hreyfing
  • Tengsl
  • Stílhreint
  • Nútímalegt
  • Aðgengilegt
  • Spennandi
  • Stórt
  • Fjölbreytt

Ýmislegt sem þarf að bæta

  • Að setja upp kerfi sem tekur á móti greiðslum í gegnum bókunarkerfið (simplybook.me) fyrir viðburði. Ef að fólk gæti borgað í leiðinni og það skráir sig myndi það minnka álagið á móttökuna. Fólk skráir sig líka oft á viðburði og mætir síðan ekki. Ef að það væri tenging við skráningu og greiðslu þá myndi Listasafnið hafa réttari upplýsingar um hverjir væru að mæta þar sem fólk mætir frekar á viðburð ef að það er búið að borga fyrirfram
  • Að bæta upphleðsluna (uploading) á vefnum: upplýsingar og nýtt efni er lengi að hlaðast upp en mikilvægt að efni komi strax inn á vefinn þar sem er mikill hraði er í starfsemi listasafnsins. T.d. getur tekið allt að hálfan dag fyrir efni að hlaðast upp á vefnum
  • Að bæta notendaviðmót og hraða síðunnar, annars er hætta á að notendur fari annað
  • Að finna út hvernig hægt er að laga og breyta upplýsingum og fítusum á vefnum eftir því sem þarf. T.d. hafa þau ekki getað uppfært opnunartímann á tímum Covid þannig að það eru rangar upplýsingar á vefnum, efni sem þau eru að reyna að miðla og koma á framfæri ,,týnist” á vefnum

Markmið

  • Að leggja áherslu á myndrænt efni
  • Að tiltölulega tæmandi upplýsingar eru strax á forsíðunni; opnunartími, verð og hvaða sýningar eru í gangi
  • Að vefurinn sé nútímalegur og í takt við þarfir fólks í dag, að allar upplýsingar sem eiga við séu til staðar og aðgengilegar og standi undir væntingum frá notendum
  • Að vefurinn sé léttur í notkun og án öryggisviðvarana
  • Að hægt sé að smella niður í leiðakerfinu og sjá yfirlit yfir hvað er í boði í staðinn fyrir að smella sig áfram í gegnum allt
  • Að hægt sé að færa inn nýjar breytingar á vefnum, að vefurinn geti aðlagast breytingum sem að safnið er að taka. Sem listasafn þurfa þau að geta gert það sem þau vilja og mótað vefinn eftir sínu höfði eftir því hvernig þarfirnar eru. Ef þau eru t.d. að sýna myndbönd, að þau geti sett það upp
  • Að gera vefinn stílhreinni, mínímalískri, skýrari
  • Að það verði auðvelt fyrir notendur að finna það sem þeir eru að leita að
  • Að bæta aðgengi að því magni upplýsinga sem er á vefnum
  • Að allar upplýsingar séu uppfærðar og á sínum stað og að notandinn lendi ekki á vegg, eins og þetta með brotna hlekki
  • Að bæta aðgengi fyrir alls kyns hópa, sem eiga kannski erfitt með að nýta sér vefinn eins t.d. sjóndapra, heyrnarskerta eða fólk sem talar hvorki íslensku eða ensku og eitthvað slíkt

Umfang

  • Að það sé góð tenging milli sýningar og viðburða (þetta er nú þegar og þarf að vera áfram. Sem sagt, inni á hverri sýningu eru allir viðburðir sem tengjast þessari ákveðnu sýningu)
  • Að búa til tengingu á milli Sarps og Listasafns Reykjavíkur (fyrir fólk í rannsóknarvinnu). Því ef verið er að leita að verkum eftir einhvern listamann á Sarpnum koma upp allar sýningar á öllum söfnum nema sýningar eftir hann hjá LR
  • Þau eiga erfitt með að finna hluti sem þau eru að leita að. Þetta þarf að bæta
  • Að bæta upplýsingar um aðgengi á vefsíðunni og á safninu (Verkefnissstjóri miðlunar er að vinna í því í dag að bæta flipa á vefsíðuna sem heitir aðgengi: þau eru að búa til wireframe fyrir það)
  • Þau eru að gera myndbönd vel, þetta þarf að vera aðgengilegt
  • Það vantar betri upplýsingar um listamennina. Þeim hluta er í mörgum tilfellum ábótavant
  • Að bæta leitargluggann. Leitin virðist t.d. ekki vera að gefa upp allar upplýsingar (Friðrik er að reyna finna út úr þessu, við þurfum ekki að gera þetta)
  • Að leggja bæði áherslu á hönnun og notendaupplifun

Áhætta, áhyggjur og viðbragðsáætlanir

  • Ef vefurinn er færður í annað kerfi hafði einhver áhyggjur af því að það væri erfitt að færa allt á milli því þetta er stór og mikill vefur. Spurning hvort hægt sé að hreinsa til á vefsíðunni eða hvort best sé að gera nýja?
  • Þunglamaleg samskipti deilda innan Reykjavíkurborgar og erfitt að fá aðstoð við það sem er bilað: t.d. er ekki búið að uppfæra Drupal í töluverðan tíma því tækniþjónusta Reykjavíkurborgar er að draga lappirnar, þó svo að óskað hafi verið eftir því nokkrum sinnum. Þjónustan hjá UTR (Upplýsingatækniþjónusta Reykjavíkur) er hæg og stundum fá þau ekki einu sinni svar. Upp á síðkastið hafa þau ekki fengið neinn sem kann á Drupal
  • Skortur á fjármagni fyrir verkefnið
  • Að sá sem, kemur að því að hanna nýjan vef eða sá sem tekur það að sér að setja upp nýjan vef, fari ekki eftir þeirri vinnu sem við höfum gert
  • Að þau sitji uppi með þennan vef
  • Að notendur finni ekki það sem þeir eru að leita að því vefurinn er of flókinn


Orðréttar tilvitnanir

,,Ég þoli ekki pýramídann, vil taka hann í burtu. En ef hann á að vera þá að hann sé bara að hreyfast á einum stað”

,,Kann ekki vel á Drupal en það litla sem ég hef gert er frekar auðvelt að framkvæma”

,,Mér finnst nauðsynlegt að heimasíða safns sé nokkuð ,,visual’”

,,Facebook glugginn á forsíðunni pirrar mig líka, er ekki viss að það bæti neinu við sem er ekki undir dagskrá og/eða miðlun”

,,Mér finnst hönnun og útlit mjög skýrt og þægilegt”

,,Vefurinn þarf að vera meira flex, við þurfum að geta breytt honum í rauntíma meðfram því sem er að gerast”

,,Annars held ég að upplýsingarnar um sýningarnar, safneignina, listaverkin og viðburðina sem eru í gangi gagnist notendum vel”

,,Vefurinn er andlit listasafnsins, þannig að það væri skemmtilegra að koma efni á framfæri sem verið er að vinna á safninu því að vefurinn gerir ráð fyrir meiri möguleikum en sem er hægt í dag. Maður býr til efni til að koma því á framfæri en ekki grafa það inn á síðu“

Verkflæðirit (e. workflow diagram)

 

Verkflæðirit

[happyforms id="458" /]