Samantekt á viðtölum við notendur

Samantekt byggð á viðtölum við starfsmenn Listasafns Reykjavíkur.

Samantekt á viðtölum við notendur

Eftirfarandi samantekt er byggð á viðtölum við notendur vefs Listasafns Reykjavíkur

Viðtöl voru tekin við samtals sex notendur vefsins; listunnanda, kennara, tvo starfsmenn KÍM og fleiri.

Einn nemandi, Sandra, tók viðtal við tvo notendur þar sem fyrri viðmælandi hennar benti á annan notanda sem notar vefinn mikið og gæti gefið frekari innsýn í að bæta notendaupplifunina.

Helstu niðurstöður

Almennt um vefinn:

  • Notendur tengja Listasafn Reykjavíkur við sýningar, myndlist, samtímamyndlist, opnanir, fræðslustarf, öfluga og mikla miðlun og tölvupóstmarkaðssetningu, sem opinn staður og aðgengilegur fyrir almenning, og í tengingu við félagslegt samhengi
  • Sumum notendum finnst þríhyrningurinn vera flottur, sumum finnst hann vera truflandi eða frekur og öðrum skemmtilegur
  • Notendurnir skoða oftast vefinn í vinnunni en líka heima við
  • Notendur eru oftar að skoða vefinn í tölvu og en líka í síma
  • Nokkrir notendur höfðu ekki prófað að nota leitargluggann á vefnum

Notendur fara á vefinn til að:

  • skoða listaverk (og vonast til að versla fljótlega)
  • finna upplýsingar starfsmanna
  • skoða safneignina og listamenn þar
  • horfa á vídeó og hlusta á viðtöl við listamenn
  • sækja upplýsingar um myndlist, viðburði, sýningar og útsendingar
  • sækja gamalt efni (.pdf skjöl af bókum, upptökur af fyrirlestrum o.fl.)
  • en fyrst of fremst til að skoða hvaða sýningar eru í gangi þessa stundina

Það sem notendum finnst vel gert á vef Listasafns Reykjavíkur:

  • Miðlun á efni, sýningum og viðburðum sem er í gangi núna (að þetta er skýrt og vel gert)
  • Gott að vafra um vefinn, hann vera einfaldur, gegnsær og einfaldur í notkun
  • Auðvelt að finna út hvaða sýningar eru í gangi núna (yfirstandandi og væntanlegar sýningar) og hver dagskráin er, listamannaspjall og miðlun að þetta er aðgengilegt og gott að finna

Það sem að notendum finnst þurfa bæta á vef Listasafns Reykjavíkur:

  • Hver tilgangur Listasafns Reykjavíkur er: vefurinn þarf að vera skýrari með þetta. Segja ætti frá stöðu safnsins í samfélaginu. Hversu mikilvægt og merkilegt þetta safn er. Vefurinn fjallar ekki nógu mikið um það
  • Notendur lýstu að þeir fengju kaotíska tilfinningu þegar þeir eru á vefnum
  • Leiðakerfið: t.d. að flipinn ,,heimsókn” ætti að vera forsíða. Fliparnir Dagskrá, Sýningar og Fréttir eru ruglandi og ætti að vera allt undir sama flipa
  • Aðgengi að eldra efni: notendur vilja fá þetta skýrara á vefnum, þeir tala um að efnið eða flokkarnir/fliparnir séu faldir og þeir þurfi að googla efnið til að finna það, að það sé erfitt að finna útsendingar, .pdf skjöl, upptökur af fyrirlestur o.þ.h. og tengla á þær
  • Nokkrir notendur bentu á að list í almenningsrýmum (útilistaverkin) séu öll á vegum Listasafns Reykjavíkur en að þau séu ekki að kynna þetta nógu vel, þau vilja sjá þetta skýrara
  • Sumir notendur vildu sjá fleiri fréttir, aðrir vildu taka þær í burtu
  • Að hafa allt efni um sömu sýningu á sama stað, t.d. að listamannaspjall væri á sömu síðu og síðunni um sýningu listamannsins (tengja betur saman categories og tags)

Annað sem kom fram sem tengist miðlun frekar en vefnum:

  • Væru til í að sjá list dagsins (art of the day) eða list vikunnar: Ég væri alveg til í að sjá það gert á einhvern einfaldan hátt og að maður gæti smellt á verk dagsins og fengið upplýsingar um það
  • Mætti líka bæta við efni í kringum sýningarnar: fréttum um sýningarnar, sýningarstjóraspjall, spjall við listamanninn t.d. en sem væri vel gert… að þetta væru gæði eins og t.d. að búa til Podcast í staðinn fyrir að hafa bara upptökur (að þetta væri vel gert hljóð, í staðinn fyrir eins og þetta er núna þá er þetta svo heimagert)
[happyforms id="458" /]