Efnisyfirlit
Vinnustofa 2 – Flokkunaræfing
Haldin var vinnustofa með starfsmönnum Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum þann 2. mars 2021. Framkvæmd var Flokkunaræfing þar sem síðum á vef listasafnsins var flokkað í nýtt veftré.
Hagsmunaaðilar sem tóku þátt í vinnustofu voru fimm talsins:
Friðrik — Lærði vefmiðlun og var fenginn til að koma inn og er að skoða vefsíðuna og fara yfir hana
Hildur Inga — Kynningar- og markaðsmál, stafræn miðlun
Marteinn — Þjónustustjóri (er með í að setja upp vefverslun)
Baldur — Sérfræðingur í kynningar- og markaðsdeild. Baldur er að setja upp vefverslun (shopify)
Áslaug — Kynningar- og markaðsstjóri
Kynning á flokkunaræfingu
Unnur og Sandra kynna verkefni dagsins. Starfsmenn voru spurðir hvort þeir hafi áður gert flokkunaræfingu. Einn eða tveir höfðu gert slíka æfingu en aðrir ekki.
Flokkunaræfingin er útskýrð í stuttu máli og svo var starfsfólki skipt í tvo hópa. Búið var að skrá helstu síður á post it miða og þátttakendur voru beðnir um að raða miðunum upp í veftré.
Þeir fá upplýsingar um að þeir megi henda miðum (hafa ekki með í veftré) og einnig megi búa til nýja miða.
Pétur sá um að taka ljósmyndir af æfingunni, Kristinn flakkaði á milli hópa til að svara spurningum og Sigurður ritaði fundargerð.
Eftir rúmlega 100 mínútur voru báðir hóparnir búnir að flokka og við tóku umræður um flokkunina.
Helstu niðurstöður:
- Fækka má flokkum í leiðarkerfi síðunnar
- Flokkurinn miðlun er ekki lýsandi
- Hóparnir voru sammála því að halda flipunum Heimsókn, Sýningar, Safneign og Safnverslun(verslun)
- Upplýsingar um söfn ætti að vera undir flipanum Heimsókn
- Undirsíðurnar Mitt safn og Salir eru ekki nógu lýsandi heiti
- Fækka má undirsíðum sem flokkast undir Um safnið
- Flokka betur undirsíður. Ekki allir sammála um hvað eigi heima hvar
Hér má sjá hvernig hóparnir vildu sjá veftréð:
Hópur 1 – Marteinn, Baldur og Friðrik
- Heimsókn
- Ásmundarsafn
- Kjarvalsstaðir
- Hafnarhús
- Þjónusta
- Fjölskylda
- Skólar
- Bóka skólahópa
- Salir
- Sýningar
- Yfirstandandi sýiningar
- Sýningar framundan
- Liðnar sýniningar
- Listamenn í stafrófsröð
- Fréttir
- Dagskrá
- Viðburðir framundan
- Liðnir viðburðir
- Safneign
- Ný verk
- List í almannarými
- Mitt safn
- Listamenn
- Verslun
- Safnaverslanir
- Um safnið
- Hlutverk og markmið
- Deildir
- Starfsfólk
- Starfsnám
- Listasjóður
- Fótur
- App
- Myndbönd
Hópur 1 ákvað að henda eftirfarandi miðum (síðum):
- Fræðsluefni
- Miðlun
Hópur 2 – Áslaug og Hildur
- Heimsókn
- Hafnarhús
- Kjarvalsstaðir
- Ásmundarsafn
- Um safnið
- Hlutverk og markmið
- Listasjóður
- Starfsnám
- Útleiga
- Starfsfólk
- Sýningar
- Yfirstandandi sýningar
- Sýningar framundan
- Liðnar sýningar
- Miðlun (heita eitthvað annað)
- Á döfunni / Viðburðir
- Liðnir viðburðir
- Viðburðir framundan
- Fréttir
- Myndbönd / Vídeó
- App
- Skólar
- Bóka skólahópa
- Listamenn
- Kjarval
- Ásmundur
- Erró
- Safnaeign
- Mitt safn
- Ný verk
- List í almannarými
- Leit
- Safnverslun
Hópur 2 ákvað að henda eftirfarandi miðum (síðum):
- Fræðsluefni
- Fjölskyldan
- Listamenn í stafrófsröð
- Listamaður
- Þjónustan
- Deildir
- Starfsfólk
- Dagskrá







