Vinnustofa (SVÓT greining)

Gerð var SVÓT greining á vinnustofu með starfsmönnum Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.

Vinnustofa 1 – SVÓT greining

Haldin var vinnustofa með starfsmönnum Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum þann 8. febrúar 2021. Framkvæmd var SVÓT greining á vef listasafnsins og teknar myndir af hópunum.

Hagsmunaaðilar sem tóku þátt í vinnustofu voru sex talsins

Ingunn Fjóla — Verkefnisstjóri, miðlun fyrir minnihlutahópa, aðgengismál
Hildur Inga — Kynningar- og markaðsmál, stafræn miðlun
Sigurður Ingi — Sýningar, útilistaverk, safneignasíða
Baldur — Sérfræðingur í kynningar- og markaðsdeild. Baldur er að setja upp vefverslun (shopify)
Friðrik — Lærði vefmiðlun og var fenginn til að koma inn og er að skoða vefsíðuna og fara yfir hana
Áslaug — Kynningar- og markaðsstjóri

Almenn umræða. Af hverju viljið þið nýja heimasíðu?

  • Vilja þjóna viðskiptavinum betur. Til dæmis með betri aðgengi.
  • Notendur eiga erfitt með að finna það sem þeir eru að leita að. Það þarf að laga.
  • Erfitt fyrir starfsmenn að vinna að vefnum og jafnvel erfitt fyrir tæknimenn að breyta því sem þau vilja breyta.
  • Árið 2016 var heimasíðunni gefið nýtt útlit (e. rebranding) með nýjum safnstjóra.
  • Sami grunnur vefsins var notaður en ekki var gerð þarfagreining eða skoðað út frá hagsmunum notenda.
  • Þau eru orðin þreytt á því að vera ekki með tæknilegan stuðning þegar þau þurfa á honum að halda.
  • Þau myndu vilja helst vera með Drupal sérfræðing í vinnu hjá sér (ef Drupal verður notað áfram) til að sjá um vefinn og  breyta því sem þarf að breyta.

Um SVÓT greiningu með hagsmunaaðilum Listasafns Reykjavíkur

Hópurinn fundaði með hagsmunaaðilum Listasafns Reykjavíkur og vann SVÓT greiningu fyrir vef listasafnsins með hefðbundnum hætti. Hagsmunaaðilar skrifuðu nokkur atriði á minnisblöð fyrir hvern flokk. Þeim atriðum var forgangsraðað eftir mikilvægi og gerður var listi fyrir hvern flokk.

Að auki var hver flokkur skilgreindur frekar. Þannig var styrkleika (S) skipt í nokkra undirflokka; efni, forritun, hönnun og virkni. Það sama var gert í öðrum flokkum og voru undirflokkar nefndir með lýsandi hætti.

Markmiðið með þessari sundurliðun var að gefa hverju atriði aukið vægi, þar sem það átti við. Þannig lent atriðið ,,Skýrt hvernig atburðir og viðburðir tengjast” í 19. sæti yfir öll atriði í ,,styrkleikar” en í 1. sæti í undirflokknum ,,virkni”.

Tilgangurinn er að gefa t.d. framkvæmdastjóra eða deildarstjóra kost á að átta sig betur á niðurstöðu SVÓT greiningar, sem ákveðinn hópur hefur sammælst um.

Í því sambandi mætti benda á veikleika sem dæmi. Þar lenti atriðið ,,Erfitt að fá aðstoð frá UTR – stoppar verkefni” í 8. sæti í heild en í 1. sæti í undirflokknum forritun. Sá framkvæmdastjóri, sem ætlaði sér að vinna samkvæmt forgangsröðun einfaldrar SVÓT greiningar og byrja þannig á því atriði sem lenti efst og vinna sig niður eftir listanum, gæti lent í því að þegar kemur að atriði nr. 8 á listanum, hafi liðið vikur eða mánuðir. Í stað þess að vinna eftir einum lista í hverjum flokki gæti framkvæmdastjórinn því skoðað mikilvægi atriða í öllum undirflokkum og gefið viðkomandi deildum eða starfsfólki skipun um að vinna í öllum atriðum samtímis, sem lentu efst á lista í viðkomandi undirflokki, meti hann það svo.

SVÓT greining – Helstu niðurstöður:

Á vinnufundinum báðum við þátttakendur um að skrifa niður styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri sem þau sjá á núverandi vef og setja miðana upp á vegg.

Við byrjuðum á að ræða styrkleika en fórum svo næst í veikleika o.s.frv. 

Þátttakendur skrifuðu niður fjölmörg atriði og fóru sjálfkrafa að flokka atriðin undir hverjum lið. Þannig urðu til undirflokkar undir styrkleikum, veikleikum, ógnunum og tækifærum.  Því ákváðum við sem dæmi að birta alla styrkleika sem taldir voru upp en sýnum einnig hvernig þeir voru flokkaðir. 

Að lokum báðum við þátttakendur að forgangsraða. Þeir forgangsröðuðu atriðin í þeim undirflokkunum sem þeir bjuggu til. Því má sem dæmi sjá hvernig styrkleikar voru forgangsraðaðir undir flokkunum efniforritunhönnun og virkni. 

STYRKLEIKI

  • Miklar upplýsingar aðgengilegar
  • Sýningum gerð góð skil / Flott framsetning
  • Safneignarsíða góð / Fallegri en Sarpur
  • Geymir sögu safnsins, sýninga, verka, listamanna
  • Mikill fróðleikur um íslenska myndlist
  • Safneign
  • Mikið að gerast hjá safninu
  • Uppfærð daglega
  • Lifandi vefur
  • Drupal er sterkt umsýslukerfi
  • Myndrænn vefur
  • Gott aðgengi að flottu myndefni
  • Mörkun safnsins góð
  • Sterk mörkun (visual identity)
  • Skýr texti
  • Að mörgu leyti falleg hönnun
  • Fljótandi hönnun / Myndir fá að halda sér
  • Litrík
  • Skýrt hvernig sýningar og viðburðir tengjast
  • Íslenska og enska tengjast vel
  • Ágæt tenging á milli efnis
  • Aðlagast símum og spjaldtölvum
  • Viðburðadagatal skemmtilegt
  1. Miklar upplýsingar aðgengilegar
  2. Sýningum gerð góð skil / Flott framsetning
  3. Safneignarsíða góð / Fallegri en Sarpur
  4. Geymir sögu safnsins, sýninga, verka, listamanna
  5. Mikill fróðleikur um íslenska myndlist
  6. Safneign
  7. Mikið að gerast hjá safninu
  8. Uppfærð daglega
  9. Lifandi vefur
  1. Drupal er sterkt umsýslukerfi
  1. Myndrænn vefur
  2. Gott aðgengi að flottu myndefni
  3. Mörkun safnsins góð
  4. Sterk mörkun (visual identity)
  5. Skýr texti
  6. Að mörgu leyti falleg hönnun
  7. Fljótandi hönnun / Myndir fá að halda sér
  8. Litrík
  1. Skýrt hvernig sýningar og viðburðir tengjast
  2. Íslenska og enska tengjast vel
  3. Ágæt tenging á milli efnis
  4. Aðlagast símum og spjaldtölvum
  5. Viðburðadagatal skemmtilegt

VEIKLEIKI

  • Forsíðan þarf að vera meira upplýsandi
  • Erfitt að nálgast upplýsingar
  • Vantar að geta raðað viðburðum eftir skilyrðum
  • Óskýrir efnisflokkar
  • Erfitt að finna upplýsingar um viðburði, verð o.fl.
  • Langur hali
  • Aðgengi – upplýsingar vantar
  • Erfitt að fá aðstoð frá UTR – stoppar verkefni
  • Forritað í mörgum kerfum
  • Fáir Drupal sérfræðingar
  • Erfitt að fá gallana lagfærða
  • Flókið að breyta sumum hlutum
  • Erfitt í umsýslu
  • Leitarvélar ósamræmdar
  • Fljúgandi þríhyrningur truflandi
  • Hönnun ekki samræmd
  • Erfitt að finna ,,Heima”
  • Aðgengi fyrir alla – vantar vottun
  • Hæg að uppfærast
  • Lengi að vista efni
  • Ýmis virkni virkar ekki
  • Veftré illa skipulagt
  • Stór og þung
  • Tengingar við Filemaker rofna
  • Nöfn á flipum stundum óskýr / villandi
  • Vefurinn skalast illa
  • Uppsetning efnis (formating) stundum skemmd
  1. Forsíðan þarf að vera meira upplýsandi
  2. Erfitt að nálgast upplýsingar
  3. Vantar að geta raðað viðburðum eftir skilyrðum
  4. Óskýrir efnisflokkar
  5. Erfitt að finna upplýsingar um viðburði, verð o.fl.
  6. Langur hali
  7. Aðgengi – upplýsingar vantar
  1. Erfitt að fá aðstoð frá UTR – stoppar verkefni
  2. Forritað í mörgum kerfum
  3. Fáir Drupal sérfræðingar
  4. Erfitt að fá gallana lagfærða
  5. Flókið að breyta sumum hlutum
  6. Erfitt í umsýslu
  7. Leitarvélar ósamræmdar
  1. Fljúgandi þríhyrningur truflandi
  2. Hönnun ekki samræmd
  3. Erfitt að finna ,,Heima”
  4. Aðgengi fyrir alla – vantar vottun
  1. Hæg að uppfærast
  2. Lengi að vista efni
  3. Ýmis virkni virkar ekki
  4. Veftré illa skipulagt
  5. Stór og þung
  6. Tengingar við Filemaker rofna
  7. Nöfn á flipum stundum óskýr / villandi
  8. Vefurinn skalast illa
  9. Uppsetning efnis (formating) stundum skemmd

ÓGNANIR

  • Breytingar erfiðar sem krefjast forritara
  • Aðgengi að Drupal sérfræðingi
  • Öryggismál
  • Vefurinn er hægur
  1. Breytingar erfiðar sem krefjast forritara
  2. Aðgengi að Drupal sérfræðingi
  3. Öryggismál
  1. Vefurinn er hægur

TÆKIFÆRI

  • Gott veftré
  • Nýtt vefumsjónarkerfi
  • Sarpur
  • Bæta aðgengi fyrir alla
  • Tengingar á milli safneignarsíðu og vefsíðu
  • Gera listamönnum betri skil – tengja við safneign
  • Samræma leitarvélar
  • Gestir borga sig inn á sýningu
  • Safnbúð
  • Borga og bóka sig á viðburði
  • Kennsla / miðlun í gegnum vefinn
  • Stafrænt efni – streymi, vefleiðsagnir o.s.frv.
  1. Gott veftré
  2. Nýtt vefumsjónarkerfi
  3. Sarpur
  4. Bæta aðgengi fyrir alla
  5. Tengingar á milli safneignarsíðu og vefsíðu
  6. Gera listamönnum betri skil – tengja við safneign
  7. Samræma leitarvélar
  1. Gestir borga sig inn á sýningu
  2. Safnbúð
  3. Borga og bóka sig á viðburði
  1. Kennsla / miðlun í gegnum vefinn
  2. Stafrænt efni – streymi, vefleiðsagnir o.s.frv.

Myndir af vinnustofu

[happyforms id="458" /]